Fara á efnissvæði
World Map Background Image
IMG 7791 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Ísfisktogarinn Breki VE kom að landi síðdegis í dag eftir fyrsta túrinn að loknu sumarfríi áhafnarinnar. Aflabrögð voru góð og var uppistaðan aflans djúpkarfi, ufsi og gullkarfi.

„Túrinn gekk mjög vel,“ segir Bergur Guðnason skipstjóri, sem stýrði Breka í þessari veiðiferð. „Þetta var fyrsti túrinn eftir sjö vikna sumarfrí, en áhöfnin var fljót að detta í gírinn aftur.“

Bergur Gudna IMG 7822

Ríkarð Magnússon, stýrimaður og Bergur Guðnason við komuna til Eyja í dag.

Aftur til veiða í fyrramálið

Veitt var aðallega vestur í Skerjadýpi og á svæði sem kallað er Fjöllin, þar sem voru ágæt aflabrögð.

„Við lögðum áherslu á djúpkarfa, ufsa og gullkarfa – og það reyndist vera uppistaðan í aflanum,“ segir Bergur í samtali við Vinnslustöðvarvefinn.

Breki heldur aftur til veiða strax í fyrramálið, en þá tekur Magnús Ríkarðsson við sem skipstjóri. Bergur gerir ráð fyrir svipuðu uppleggi og í síðasta túr – að halda vestur á sömu mið.

IMG 7807

Breki við bryggju dag.