Fara á efnissvæði
World Map Background Image
IMG 20250817 WA0007 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Frá 13. til 17. ágúst sl. fór hin vinsæla saltfiskhátíð Festival do Bacalhau fram í Ílhavo í Portúgal. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og frábært tækifæri til að fagna hefðbundinni saltfiskmenningu með tónlist, matargerð og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin er stærst sinnar tegundar í Portúgal og eflaust í öllum heiminum.

Dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, Grupeixe, var meðal þátttakenda og kynnti þar vörur sínar og starfsemi fyrir gestum hátíðarinnar. Nuno Araújo, framkvæmdastjóri Grupeixe, var á svæðinu ásamt starfsfólki félagsins sem tók virkan þátt í hátíðinni.

Grupeixe er vel þekkt í Portúgal fyrir gæða saltfisk og er hátíðin frábær vettvangur til að hitta viðskiptavini, matreiðslufólk og áhugasama neytendur, auk þess að miðla þekkingu og ástríðu fyrir hefðbundnu fiskmeti.

Grupeixe er vel þekkt í Portúgal fyrir gæða saltfisk.

Unnu til tveggja verðlauna

Ílhavo og nágrenni, með sinni ríkulegu sjómannasögu breytist í miðstöð saltfiskdýrkunar á meðan hátíðin stendur yfir. Þar má meðal annars finna lifandi tónlist, markaði, sjávarréttaveitingar af ýmsu tagi, matreiðslusýningar og jafnvel bátakeppni – allt undir formerkjum bacalhau.

Á matreiðslusýningunni var Grupeixe með bás þar sem Rita Alves, kokkur, eldaði ásamt hópi barna frá Ilhavo og töfruðu þau fram glæsilega saltfiskrétti.

Í bátakeppninni kemur fólk og fyrirtæki með heimasmíðaða báta og er hörð en skemmtileg keppni um hvaða bátur kemur fyrstur í mark. Allt er þetta gert með gleðina að vopni, sem allir hátíðargestir hafa gaman að. Grupeixe vann til tveggja verðlauna fyrir bát sinn og einnig til verðlauna fyrir besta stuðningsliðið. 

Heimasmíðaður bátur Grupeixe.

Góð tilbreyting frá venjubundnum verkefnum

Nuno, framkvæmdastjóri Grupeixe var afar ánægður með hátíðina og þá góðu stemningu sem þar ríkti.

„Við fáum auðvitað frábært tækifæri til að kynna fyrirtækið og vörur þess en að auki er þetta skemmtilegur viðburður sem starfsfólk okkar tekur þátt í. Það þjappar okkur enn betur saman og er góð tilbreyting frá venjubundnum verkefnum. Einnig styrkjum við um leið íþróttastarf og starf fyrir aldraða í nærsamfélagi okkar”

Samvinna milli íslensks sjávarútvegs og portúgalskrar matarmenningar á sér langa sögu og er þátttaka Grupeixe á hátíðinni er gott dæmi um sterka tengingu landanna í gegnum sjávarfang og matarmenningu.

IMG 20250817 WA0006

Grupeixe vann til tveggja verðlauna fyrir bát sinn og einnig til verðlauna fyrir besta stuðningsliðið.

2M8A2316

Hátíðarstemning.

IMG 20250817 WA0001

Róið í mark!

2M8A1555

Saltfiskur á grillinu.

2M8A0623

Á matreiðslusýningunni var Grupeixe með bás þar sem Rita Alves, kokkur, eldaði ásamt hópi barna frá Ilhavo og töfruðu þau fram glæsilega saltfiskrétti.