Fara á efnissvæði
World Map Background Image
K94A3116 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Fyrsti makríll vertíðarinnar kom í hús Vinnslustöðvarinnar í morgun þegar Huginn VE kom til Eyja með rúmlega 1000 tonn. Aflinn var aðeins blandaður og var um 80% makríll. Fékkst megnið af honum í Smugunni en á heimleiðinni fengust um 200 tonn af hreinum makríl í íslensku lögsögunni.

Gæði makrílsins eru misjöfn, en elsti makríllinn er tæplega viku gamall. Starfsfólk Vinnslustöðvarinnar reynir nú að koma sem mestum hluta aflans í frystingu og hámarka þannig verðmæti hans.

Af öðrum skipum á miðunum er það að frétta að Gullberg og Sighvatur Bjarnason eru nú við veiðar SA af landinu. Lítill kraftur er í veiðunum, bara svona rjátl.

Myndband frá komu Hugins til Eyja má sjá hér að neðan. Halldór B. Halldórsson annaðist upptöku og myndvinnslu.