Fara á efnissvæði
World Map Background Image
1 Vsv 2371 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Það er ekki verið slegið slöku við í makrílvinnslunni hjá Vinnslustöðinni þrátt fyrir að Eyjamenn haldi sína Þjóðhátíð. Fréttavefur Vinnslustöðvarinnar heyrði í Sindra Viðarssyni, sviðsstjóra uppsjávarsviðs um stöðuna nú í morgun.

„Já, það er rétt. Við erum búin að vera á fullu í vinnslu síðan á laugardagsmorgun. Þá kom Huginn með ca. 1.300 tonn. Við erum að klára Huginn núna og Gullberg er að koma í hádeginu með ca. 1.300 tonn einnig. Þannig að það verður nóg að gera hjá okkur næstu dögum,” segir hann og hrósar í kjölfarið starfsfólkinu.

„Má kannski segja líka að fólkið okkar er búið að standa sig frábærlega og ýmsir hlaupið til að redda málum sem upp hafa komið.” Aðspurður um fregnir af miðunum segir Sindri að það sé búið að vera frekar rólegt á miðunum síðustu tvo daga.