Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Innsigling (2) Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Á leið Hugins VE af kolmunnamiðum síðastliðið föstdagskvöld losnaði akkeri skipsins og festist í vatnslögninni til Vestmannaeyja. Akkeri og akkerisfestar voru skornar frá skipinu og eru enn í innsiglingunni.

Vinnslustöðin óskaði strax í gær eftir kafara til að kanna ástandið. Þá voru aðstæður óhagstæðar vegna veðurs. Tjón er staðfest en umfang þess ekki. Í dag viðrar betur til köfunar og frekari könnunar.

Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar harma atvikið og hafa sett sig í samband við HS veitur, lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og tryggingafélag sitt. Fyrirtækið mun gera allt sem í valdi þess stendur til að aðstoða við viðgerðir og jafnframt að komast að því hvað þarna fór úrskeiðis.