Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Forsida Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

„Það var hörkumæting á blótið í ár. Við vorum um sextíu saman komin, mættum klukkan sex og vorum að fram yfir klukkan níu. Mjög vel heppnað og afar þakklátir gestir sem kvöddust að teitinu loknu,“ segir Þór Vilhjálmsson um þorrablót Vinnslustöðvarinnar til heiðurs fyrrverandi starfsmönnum sínum og mökum þeirra að kvöldi fimmtudags 8. febrúar. 

Þór sinnir mikilvægu verkefni við undirbúninginn. Er þá í hlutverki smaladrengs nema hvað hann rakar saman fólki en ekki fénaði. Þór hringir í væntanlega gesti og býður til blóts á þann persónulega hátt sem honum er lagið.

Sigurgeir Brynjar,  framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, kom beint á samkomuna frá Hamborg, ávarpaði gesti og rakti það sem efst væri á baugi í starfsemi fyrirtækisins.

Halli Steini – Haraldur Þorsteinn Gunnarsson – sýndi Eyjamyndir sem gerðu mikla lukku. 

Og að sjálfsögðu svignuðu svo borð undan þorramat og drykkjarföngum af öllu tagi og við allra hæfi.

„Vinnslustöðin hefur í þó nokkur ár boðið fyrrverandi starfsmönnum og mökum á þorrablót, eina fyrirtækið í Vestmannaeyjum sem það gerir. Við vorum áður í sal Akoges en í glæsilegum matsal Vinnslustöðvarinnar sjálfrar eftir að hann var tekinn í gagnið.

Þetta mælist afar vel fyrir og ég nefni þá um leið að Vinnslustöðin hefur árum saman gefið fyrrverandi starfsmönnum og fjölskyldum þeirra síld og veglega konfektkassa fyrir jólin – heimsendar hátíðarkveðjur á aðventunni.

Ráðamenn fyrirtækisins eiga miklar þakkir skildar fyrir ræktarsemi við fyrrverandi starfsmenn sína.“

  • Eydís Ásgeirsdóttir tók meðfylgjandi myndir.
F4832ee9 Cbe8 4Ca4 8A35 66A804252919
F5d085fa 2867 4F8c 9Cae Dd0469c0f068
A98296ae 6482 47E5 91Ec 00F012370a40
D4d2ee37 8C56 4419 B85d 5D5b7b52f270
D956c7a9 4823 4Cc5 9891 A3ae0f80da61
64610674 1189 4A2a 8320 4Ae8cc4cb7b9
6230272C Da14 4212 9F11 854E34da39ad
797227Bc A504 40A2 920B B28461a3a3d7
03E72cc0 72Db 4413 B4ca 6Dc2563f2e7a
08843Ac2 93A5 4428 8262 56A5b87533d2
246C65c7 B4cd 4B4d 9Abe A0f25dfde196
977Ec7b5 Dc4a 40D4 9565 6C8808d0d5f2
50Dcfa93 Cb37 42Cf Ac88 C8fbfae239d5
0Ca40895 934B 4F8a 8Fd3 7105739Aee30
1E8ca97b 56Fe 44Ac Bede 945E87589723
1F60d259 A4bd 4Bd1 B0b8 Fb9bc8103868
2E8624af Eb27 4458 850D 441655872Fc8
53B1c548 E9b1 4Baf Bd25 76B728c41b02