Gullberg VE til heimahafnar

Gullberg VE 292, nýtt skip Vinnslustöðvarinnar, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun frá Noregi. Tekið var á móti skipinu, Jóni Atla Gunnarssyni skipstjóra og áhöfn hans með blómum og breiðum brosum.

Formleg móttöku- og nafngiftarathöfn verður kl. 15 á fimmtudaginn kemur, 30. júní, og í kjölfarið býðst almenningi að skoða skipið.

Gullberg VE er fjórða uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar. Fyrir eru Huginn, Ísleifur og Sighvatur Bjarnason (sem áður hét Kap).

  • Lilja B. Arngrímsdóttir tók meðfylgjandi myndir við höfnina í morgun. Á einni þeirra eru fyrirsætur Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir, fiskverkandi og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og stjórnarmaður í Vinnslustöðinni, og Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri á Vinnslustöðvarskipinu Ísleifi VE. Hann er meðal afmælisbarna dagsins!

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.