Nú er það silfruð síldin

„Við erum úti fyrir Fáskrúðsfirði á heimleið með 950 tonn af fínustu síld sem veiddist í Héraðsflóa. Þetta lítur allt saman ljómandi vel út,“ sagði Magnús Jónasson, skipstjóri á Ísleifi, um hádegið í dag.

Síldarvertíðin er með öðrum orðum hafin. Huginn VE kom til Eyja í morgun með 800 tonn og Gullberg VE er á miðunum fyrir austan.

Flotinn er við veiðar í Héraðsflóa og á Bakkaflóadýpi.

  • Meðfylgjandi myndir tók Addi í London í morgun þegar Huginn VE kom til hafnar.

Cookies on VSV website.

This site uses cookies. By browsing our site you acknowledge that you have read and agree with our cookie policy.